Hvað gæti Dáleiðsla gert fyrir þig
Margra ára reynsa í Dáleisðlu
Bæta svefninn
Svefninn er mjög mikilvægur og lífsnauðsynlegt að sofa vel og hvílast. Þess vegna er gott að geta komið sér í ró og notið þess að hvílast með aðstoð Dáleiðslunnar. Að fá hugann í ró og að geta legið kyrr smá stund er undirstaða þess að geta sofnað. Þarna stjórnar hugurinn.
Bæta árangur í íþróttum
Með meiri ró og yfirvegun, áræði og athygli á rétta staði í huganum. er hægt að bæta árangur og gleði í ýmsum íþróttum. Hugurinn er svo stór hluti af velgengninni og við þurfum að geta haft áhrif á hugann okkar. Þar hjálpar ímyndunin og að sjá fyrir sér Stundum förum við í huganum aftur í tímann þar sem okkur gekk vel og festum það í minni dagsins í dag.
Líða betur á margan máta
Betri líðan fæst með vitnesku um hvað þú vilt og hvaða leið þú vilt fara að settu marki. Dáleiðsla hjálpar og við notum ímyndunina mikið í dáleiðslu Sleppa þvi sem heftir okkur og sjá fyrir sér myndina þegar okkur gegnur vel.
Finna meiri ró og slökun
Að ná ró á hugann og fá hugsunina í takt við það sem við erum að gera. Þá kemur vellíðanin til okkar og sjálfstraustið eykst. Þannig náum við betri árangri með aðstoð Dáleiðslu.
Bæta sjálfstraust og öryggi
Sjálfstraust er að treysta sér til að gera það sem þíg lagar til að gera. Og til að auka sjálfstraustið sjá þá fyrir sér í hugnaum þar sem markmiðinu er náð og þú finnur þitt öryggi. Nota ímyndunina.
Hætta að reykja
Flestir sem reykja vilja gjarnan hætta því. Dáleiðsla hefur hjálpað mjög mörgum að ná þeim árangri. Það þarf að vera vilji til að hætta að reykja og þá hjálpar dáleiðslan við að komast í gegn um þetta ferli. Það tekur 21 - 28 daga að breyta venjum og þess vegna hittumst við þrisvar sinnum með viku til 10 daga millibili þegar hætt er að reykja með aðstoð Dáleiðslu.
Hætta að naga neglur
Það eru mörg tímabil í lífinu og það getur verið einhver hegðun sem við höfum, sem kannski passaði við eitthvað tímabil lífsins en á ekki við lengur. Þetta gæti átt við um að naga neglur. Mjög margir naga neglur á einhverjum tímapunkti lífsins en geta svo ekki hætt . Dáleiðsla hefur hjálpa mörgum að hætta þessu .
Léttast eða þyngjast
Dáleiðsla hefur hjálpað mörgum að finna nýjan takt í samskiptum við mat og sætindi. Á það bæði við um að minnka matarskammta og auka hreyfingu til að léttast og til að auka matarskammta til að þyngjast.
Flughræðsla
Ferðalög hafa aukist mikið síðustu árin og flugið er orðin mikilvægur ferðamáti. Flughræðsla er að stoppa marga við að njóta þess að ferðast en Dáleiðsla hefur hjálpað mjög mörgum við að sigrast á þessari tilfinningu og njóta þess að fljúga.
Losna við ýmiskonar hræðslu
Það er mjög einfallt að losna við fælnir og hræðslu með aðstoð Dáleiðslu. Það getur verið hræðsla við köngulær eða önnur skordýr - hræðsla við að fara í rúllustiga í stórmörkuðum - hræðsla við að fara í lyftu - og margt fleira. Árangurinn er mjög góður með aðstoð Dáleiðslu.