Dáleiðsla
Hvað er Dáleiðsla ?
Dáleiðsla er náttúrulegt hugarástand sem við förum í á hverjum degi og oft á dag. Þetta náttúrulega ástand opnar dyr að hlutum sem eru ekki til staðar í venjulegu vökuástandi . Alltaf þegar við förum að sofa og þegar við vöknum þá förum við í gegn um þetta ástand huganns. Líka þegar við gleymum okkur við verkefni eða skemmtun og þegar við förum inn í dagdrauma þá erum við í dáleiðsluástandi. Dáleiðsla er eins og að vera á milli svefns og vöku eða niðursokkinn í það sem við erum að gera. Gleymum stað og stund. Mikil slökun á sér stað og undirmeðvitundin ræður ríkjum. Þar getum við fengið undirmeðvitundina til að vinna með okkur í að breyta því sem við viljum breyta.
Dáleiðsla er góður kostur
til að ná fram betri líðan á margan máta. Ná betri svefni, hætta að reykja, léttast eða þyngjast, auka sjálfstraustið, minnka/losna við áhyggjur og kvíða, finna meiri innri ró, losna við ýmsa hræðslu svo sem flughræðsu, hræðslu við að fara í rúllustiga, hræðslu við skordýr svo eitthvað sé nefnt.
Sjálfs-dáleiðsla
Að Dáleiða sig sjálfan er ákvörðun. Að vita hvernig þú berð þig að. Æfa sig aftur og aftur með ákveðið markmið í huga. Fyrsta skrefið er að geta verið í þögn og kyrrð. Fá hugann í ró og yfirvegun. Hafa athyglina á önduninni.
Sjálfsdáleiðsla er þegar þú dáleiðir þig sjálfan með ákveðið markmið í huga. Ferð í djúpa slökun og ert með þitt markmið að leiðarljósi.